Laugardagsþynnka

Hæ,

Fór á alveg glimrandi skemmtilegt "reunion" með skólafélögum hérna úti í Danmörku. Suma hafði ég ekki séð síðan vorið 2006. Við átum og drukkum öl og fórum í pakkaleiki...svona síðbúið danskt jólahlaðborð. Ég vann þennan fína bol frá Microsoft sem ég svo auðvitað gleymdi hjá gestgjafanum. Um miðnættið var ég búinn með batteríið, enda bara búinn að sofa um 3 tíma nóttina á undan. Ég ætlaði heim en var stoppaður og hreinlega skipað að halda áfram að kneyfa ölið. Jæja ég lét undan og þetta var ferlega gaman, en þynnkan á eftir var ekki sértaklega skemmtileg. En nú er ég kominn á ról á ný og farinn að blogga smá báðum lesendum til mikillar gleði...vonandi.

Í gær heyrði ég af ansi áhugaverðum leik sem ég þó mun ekki stunda. Leikurinn gengur út á það að 2 eða fleiri karlmenn koma saman. Feimni er ekki æskileg. Einn heldur á kexköku og svo á annar að losa um tauma svo að fjölskyldudjásnið komi fram í fullum skrúða. Svo er djásnið pússað þar til eigandinn telur að djásnið sé klárt. Þegar svo er kallar hann á kexhaldarann sem svo hendir kexinu í loftið. Leikurinn gengur svo út á það að skjóta frá djásninu og reyna að hitta kexið. Ef svo heppilega vill til að kexið öðlist glassúrhúð þá á kexhaldarinn að innbyrða kexið.
Mjög áhugavert og ég vona að það séu einhverjir þarna úti sem hafa stundað þetta. Sé fyrir mér atvinnumennsku í þessu þar sem kexverksmiðjan Frón væri aðalstyrktaraðili. Hugsanlegir styrktaraðilar væru svo þeir sem framleiða fægiefni fyrir nefnd fjölskyldudjásn.

Að öðru þá er það að frétta að Danir eru í skýjunum yfir afrekum handboltaliðsins. Verður gaman að sjá hvað gerist á morgun.

Ég ætla að halda áfram að glápa á kassann. Var að klára eðalmyndina Blades of Glory og svo einhverja feel good mynd sem heitir No Reservation...varð reyndar glorhungraður eftir þá mynd. Núna er sænska ríkissjónvarpið að spila Zorro og ég held að ég láti það svo vera lokin á þessu glápi.

Ég bið að heilsa í bili.

A

Ummæli

Helgi sagði…
Kexstærðin skiptir höfuðmáli í þessum "leik" sem þið lékuð ykkur í þarna í partýinu. Þú hefur ætíð verið fyrir glassssssúrið. Snúður með glassúr, brauð með glassúr, kjötfars með glassúr, hafrar með glassúr.
Hlussi.
Arnar Thor sagði…
Eins og vinur minn sagði...maður á ekki að segja "oj" fyrr en maður hefur prófað.

Vinsælar færslur